Nokkuð er um að fiskikör séu nýtt á annan máta en ætlast er til. Umbúðamiðlun á mikin fjölda fiskikara um allt land sem eru notuð til annars en ætlast er til. Körin eru einungis ætluð til að geyma fisk eða ís.
Brynjar Guðmundsson, eftirlitsmaður hjá Umbúðamiðlun hefur verið á ferðinni um allt land og er búinn að vera á Vestfjörðum liðna viku.
Hann var hér fyrir um mánði síðan og hafa suðurfirðir vinninginn af fjórðungnum varðandi að taka til hjá sér.
Brynjar var fljótt var við komuna til Ísafjarðar í gær að lítið sem ekkert hefur breyst, og mun Umbúðamiðlun taka á málum föstum tökum strax eftir helgi.
Eftirlitið er komið til að vera, segir Brynjar.
Brynjar segir “Ef misnotkkun á kari er augljóslega þannig að ekki er hægt að nota karið aftur til matvælis, höfum við það verkfæri að kæra til lögreglu sem stuld á eigum okkar. Bara að fólk átti sig á því. Við í Umbúðamiðlun viljum frekar áður en við leitum til lögreglu að fólk fari að bera virðingu og hætti að nota körin okkar til annars en að geyma matvæli.”
Brynjar segir: “Fiskurinn er tekjulind félagsins, sá sem kaupir fiskinn, hann borgar fyrir fiskinn sem er í karinu en ekki fyrir karið sjálft. Borgað er pr.kg. af fiski.”
Öll fiskikör eru númeramerkt (hafa kt.) og eru skilgreind sem matvælaumbúðir og bera skal virðingu fyrir því og nota þau sem slík.
Ef kar er ónýtt þá skal tilkynna Umbúðamiðlun það, ónýtt kar er enn eign félagsins og óheimilt að nota nema með leyfi Umbúðamiðlunar. Viðeigandi ráðstafanir þarf að gera í samstarfi við starfsmenn fyrirtækisins.
Umbúðamiðlun er með tvo starfmenn í að gera við kör og meta þau kör sem fara í gegn hjá höfuðstöðvum Umbúðamiðlunar í Korngörðum.
“Misnotkun er víða og við munum gera allt okkar til að koma í veg fyrir hana” segir Brynjar.
Umbúðamiðlun býður til sölu ónýt kör sem félagið hefur metið óhæf undir matvæli og gerðar hafa verið viðeigandi ráðstafanir varðandi þau kör.
Myndir eru frá Brynjari sem óskar eftir að bætt verði úr hlutunum sem fyrst og trúir því ekki að Ísfirðingar vilji hafa þetta á þennan máta.
Myndir: aðsendar.