Þjóðgarður á Vestfjörðum – kosning um nafn

Nú stendur yfir á vef Umhverfisstofnunar kosning um nafn á Þjóðgarð á Vestfjörðum sem til stendur að stofna.

Valmöguleikar eru fimm Vestfjarðaþjóðgarður, Arnargarður, Dynjandisþjóðgarður, Vesturgarður og Þjóðgarðurinn Gláma, en það eru þau nöfn sem samstarfshópur um verkefnið valdi.

Bæjarins besta óskaði eftir upplýsingum um þau nöfn sem samstarfshópnum fannst síður koma til greina en þau er:

  • Þjóðgarðurinn Auður – með skírskotun til þeirra verðmæta sem felast í náttúrunni, friðlýstum svæðum og síðan sögu svæðisins (Auðar Vésteinsdóttur í Gísla sögu Súrssonar)
  • Gísla garður Súrssonar
  • Vatni
  • Horngarður. Stutt og laggott. Undirstrikar að þjóðgarðurinn er í horni Íslands og Evrópu. Auk þess líta Vestfirðir út eins og horn. 
  • Hrafnagarðar
  • Vesturhlið
  • Griðungagerði/garður
  • Barðarstrandarþjóðgarður  – þar sem ég sé fyrir mér að með tíð og tíma færi Látrabjarg undir þann þjóðgarð.
  • Vestfirðir heritage park
  • Vesturport
  • Þinggarður/ Þinggarðar – tilvísun til Þingmannaheiðar sem tengir svæðið
  • Jón Sigurðsson National Park
  • Vatnadalsþjóðgarður
  • Rauðasandsþjóðgarður

Nú er um að gera að fara inn á vef Umhverfisstofnunar og velja nafn.

DEILA