Strandveiðar fara vel af stað

Frá Bolungarvík.

Fyrsti dagur strandveiða 2021 er í dag 3. maí.  


Áhugi fyrir veiðunum er mikill sem marka má á umsóknum sem borist hafa til Fiskistofu.  Þegar lokað var fyrir umsóknir á föstudag höfðu 408 sótt um leyfi, sem eru 74 bátum fleira en á sama tíma í fyrra.

Flest eru leyfin á svæði A 180 en voru 137 í fyrra.

Í Bolungarvík réru tæplega tuttugu bátar og voru þeir fyrstu komnir kl. 10 og höfðu þá náð í sín 650 kg. Um hádegi höfðu fjórir bátar skilað sér í land í góðu veðri.

DEILA