Risastór körfuboltahelgi er framundan á Ísafirði. Meistaraflokkur karla leikur sinn fyrsta leik í úrslitum 1. deildar þegar liðið mætir Fjölni í 8-liða úrslitum á laugardaginn kl. 15. Meistaraflokkur kvenna leikur svo strax í kjölfarið sinn síðasta deildarleik, kl. 18:00, þegar Ármenningar koma í heimsókn en úrslitakeppnin hjá stelpunum hefst svo í næstu viku. Að lokum er rétt að nefna að fjölliðamót í 7. flokki stúlkna fer einnig fram um helgina í íþróttahúsinu á Torfnesi á laugardags- og sunnudagsmorgun.
Hvetjum alla til að mæta og styðja við bakið á liðunum! Miðasala á leiki meistaraflokka fer fram í gegnum smáforritið Stubb.
Takmarkaður fjöldi áhorfenda er leyfður vegna sóttvarnarráðstafana. Aðeins 60 miðar eru í boði fyrir fullorðna, ókeypis er fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem fædd eru 2005 og síðar.
Einnig bein útsending hjá Viðburðastofu Vestfjarða og hægt að kaupa styrktarmiða í gegnum Stubb.
Hægt er að nálgast Stubb fyrir bæði Android síma og I-phone:
Gestir eru beðnir um að virða gildandi sóttvarnarreglur:
- Grímuskylda er á leiknum
- 2 metra nálægðartakmörkun milli ótengdra aðila
- Gestir skulu ekki fara úr sætum sínum að óþörfu á meðan á leik stendur og í hálfleik
- Óheimilt er með öllu að fara inn á keppnissvæði