Skjaldborgarhátíðin 2020 verður um helgina

Dagskrá Skjaldborgarhátíðar síðasta árs sem sýnd verður í Skjaldborgarbíói um helgina hefur verið birt. Við sama tilefni verður Eyrarrósin afhent.

Tilkynnt hefur verið að næsta Skjaldborg verður haldin um Hvítasunnu 2022. 

Dagskrá Skjaldborgar 2020 verður sýnd í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði helgina 14.-16. maí. Sömu helgi afhendir Frú Eliza Reid Eyrarrósina á Patreksfirði, en Skjaldborg hlaut þá viðurkenningu í fyrra

.Skjaldborgardagskráin hefst kl. 20:00 föstudagskvöldið 14. maí.

Opnunarmyndir eru MÍR og Hálfur álfur sem hlaut Ljóskastarann, dómnefndarverðlaun Skjaldborgar.

Laugardaginn 15. maí verða sýndar myndirnar:
Just a Closer Walk with Thee
Senur úr listrænu ferli
Ökukveðja 010006621
Last and First Men
Sýna sig og sjá aðra
Shower Power
Aftur heim?
PLAY!
Arctic Circus

Á sunnudeginum 16. maí er dagskránni lokað með myndunum Góði hirðirinn og Er ást sem hlaut Einarinn á Skjaldborg 2020.

DEILA