Nýjar reglur varðandi strandveiðar og rauða daga

Smábátarnir í höfn á Hómavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Í gær tilkynnti Fiskistofa um að ráðherra hefur undirritað reglugerð þess efnis að óheimilt verði að veiða á rauðum dögum á strandveiðivertíðinni 2021.

Þannig verður ekki hægt að stunda strand­veiðar á upp­stign­ing­ar­dag 13. maí, ann­an í hvíta­sunnu 24. maí, þjóðhátíðardag­inn 17. júní eða frí­dag versl­un­ar­manna 2. ág­úst eins og heimilt var á síðasta ári.

Á vefsíðu Landsambands smábátaeigenda segir að helstu rökin fyrir því að óska eftir að rauðir dagar séu settir á ný í reglugerð um strandveiðar séu eftirfarandi:


• Veruleg fjölgun báta í upphafi vertíðar. 

• 162% aflaaukning fyrstu þrjá dagana miðað við í fyrra – úr 225 tonnum í 588 tonn.

• Veiðarnar stöðvaðar 19. ágúst í fyrra.

• Ekki tryggt enn sem komið er að 48 dagar verði niðurstaðan.

Með breytingunni er hægt að teygja sóknina sem lengst inn í ágúst þegar að jafnaði fæst hærra verð en í maí.

DEILA