Matvælastofnun veitir Artic Sea Farm viðbótarleyfi í Dýrafirði

Matvælastofnun hefur veitt Arctic Sea Farm hf. nýtt rekstrarleyfi til fiskeldis í Dýrafirði.

Matvælastofnun auglýsti tillögu að rekstarleyfinu  þann 8. janúar 2021 og var frestur til að skila inn athugasemdum til 5. febrúar 2021.

Arctic Sea Farm sótti um nýtt rekstrarleyfi fyrir 10.000 tonnum af laxi í Dýrafirði. Fyrirtækið er fyrir með 4.000 tonna rekstrarleyfi fyrir sjókvíeldi á laxi og regnbogasilungi í Dýrafirði. Umsókn um nýtt rekstrarleyfi var móttekin 20. maí 2019 og mun eldra rekstrarleyfi falla niður við gildistöku nýs leyfis..

Hámarkslífmassi eldisins vegna rekstrarleyfi FE-1161 í Dýrafirði mun ekki fara yfir 10.000 tonn sem er í samræmi við burðarþolsmat Dýrafjarðar. Tekið var tillit til áhættumats Hafrannsóknastofnunar við útgáfu rekstrarleyfisins. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

Framkvæmd fyrirtækisins fór í gegnum mat á umhverfisáhrifum í samræmi við lög.