LISTASAFN ÍSAFJARÐAR: VAKNING/AWAKENING – GUÐRÚN ARNDÍS TRYGGVADÓTTIR

Sýningin Vakning samanstendur af rúmlega átta hundruð blekteikningum sem Guðrún hefur málað á hverjum morgni í rúm tvö ár, sem einskonar leið til að fanga draumana, mynda þá, jafnvel að skilja þá, skilja sjálfa sig betur.

Fyrir Guðrúnu er þessi gjörningur einskonar rannsókn á eigin undirmeðvitund, skoðun á myndmáli og tengingu þess við arkitýpur og symbolisma og skoða hvernig draumar myndgerarst í minningunni.

Í raun er þetta ein af mörgum aðferðum hennar í leitinni og rannsókninni á sjálfri sér, leið til að fanga óþekkta hluta sjálfs síns og ala sig upp.

Draumskráningarnar eru einskonar tilraun til að afmá skilin á milli þessa heims og hins, heim drauma og hugmynda, sem koma oft frá sama stað.

Verið velkomin á listamannspjallið með Guðrún á síðasta sýningardegi sýningarinnr laugardeginum 5. júní kl 14:00.