Landhelgisgæslan í Ísafjarðardjúpi

Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður á Tý tók þessa mynd.

Varðskip Landhelgisgæslunnar og sjómælingabáturinn Baldur eru sjaldnast á sama tíma á sama stað nema þegar skipin liggja bundin við bryggju í Reykjavík yfir jól og áramót eða á milli eftirlitsferða.

Þyrlur gæslunnar hafa verið á Reykjavíkurflugvelli þó að nú sé útlit fyrir að þar verði breyting á.

Sérstakar aðstæður vegna mismunandi verkefna skipanna urðu til þess að varðskipin og sjómælingabáturinn Baldur mættust á Ísafjarðardjúpi og við það tilefni var tekin mynd af öllum flotanum.

Áhöfnin á Tý var við eftirlitsstörf á miðunum, áhöfnin á Þór var í árlegu vitaverkefni í samstarfi við Vegagerðina og áhöfnin á Baldri var við mælingar í Djúpinu.

Sumir sem sáu flotann hafa efalaust vonað að flytja ætti starfsemi Landhelgisgæslunnar til Ísafjarðar.

DEILA