karfan: Vestri vann Skallagrím öðru sinni

Karlalið Vestra í körfuknattleik er komið í 2:0 forystu í undanúrslitum 1. deildarinnar eftir sigur á Skallagrími 75:68 í gærkvöldi en leikið var í Borgarnesi. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslitin. Næsti leikur fer fram á Ísafirði á mánudaginn. Með sigri í leiknum vinnur Vestri sér sæti í úrslitunum.

Leikurinn var kaflaskiptur í meira lagi. Skallagrímur byrjaði leikinn vel og leiddi 21:10 eftir fyrsta leikhluta. Í örðum leikhluta snerist leikurinn við og Vestri vann hann 25:8 og hafði sex stiga forystu í hálfleik.

Þriðja leikhlutann vann Vestri líka og nú með sjö stigum og hafði 13 stiga forystu fyrir síðasta leikhlutann. Skallagrímsmenn lögðu allt kapp á að vinna upp muninn og tókst að minnka muninn í sjö stig en nær komust þeir ekki.

Vestri: Gabriel Adersteg 28/7 fráköst, Hilmir Hallgrímsson 13, Ken-Jah Bosley 12/6 fráköst/6 stoðsendingar, Nemanja Knezevic 12/18 fráköst/3 varin skot, Marko Dmitrovic 10/5 fráköst, Gunnlaugur Gunnlaugsson 0, James Parilla 0, Hugi Hallgrímsson 0, Blessed Parilla 0, Arnaldur Grímsson 0.