Karfan: Vestri-Skallagrímur 81-55

Vestri vann góðan sigur á Skallagrími í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum í 1. deild karla. Leikið var á Ísafirði í gærkvöldi. Vestri hefur þar með tekið forystu í einvíginu 1:0, en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í úrslitin.

Í hinum undanúrslitaleiknum eigast við Hamar frá Hveragerði og Selfoss. Þau áttust við í kvöld í fyrsta leik þeirra og hafði Hamar nauman sigur.

Jafnt var með liðunum í fyrri hálfleik og leiddi Vestri með einu stigi í hálfleik 34:33. Í þriðja leikhluta má segja að Vestri haft gert út um leikinn með því að vinna leikhlutann 26:10 og bætti svo við með því að vinna einnig 4. leikhlutann 22:13. Lokatölur voru 26 stiga sigur 81:55.

Vestri: Ken-Jah Bosley 34/6 stoðsendingar, Gabriel Adersteg 12/5 fráköst, Nemanja Knezevic 12/21 fráköst, Hugi Hallgrímsson 11, Marko Dmitrovic 5/6 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Hilmir Hallgrímsson 5/10 fráköst, Arnaldur Grímsson 2, Blessed Parilla 0, Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson 0, James Parilla 0, Gunnlaugur Gunnlaugsson 0.

DEILA