Karfan: Vestri kominn í úrslit

Frá leik Vestra á Ísafirði. Mynd: karfan.is

Karlalið Vestra í 1. deildinni í körfuknattleik lagði Skallagrím í þriðja sinn í kvöld í leik sem fram fór á Ísafirði. Þar með tryggði Vestri sér 3:0 sigur í einvígi liðanna um sæti í úrslitaleik um sæti í úrvaldsdeildinni næsta vestur.

Vestri tók forystuna í fyrsta leikhluta og vann alla fjóra leikhlutana, þótt ekki munaði miklu. Lokatölur urðu 101 : 88 Vestra í vil.

Þetta er góður árangur hjá Vestramönnum í erfiðri deild. :ei munu mæta annaðhvort Selfoss eða Hamri frá Hveragerði í úrslitaleiknum. Hamar hefur 2:1 forystu í einvígi liðanna.

Vestri-Skallagrímur 101-88 (33-30, 21-15, 23-22, 24-21)

Vestri: Ken-Jah Bosley 26/10 fráköst/10 stoðsendingar, Marko Dmitrovic 21/7 fráköst, Gabriel Adersteg 20, Nemanja Knezevic 17/20 fráköst, Hugi Hallgrímsson 10, Hilmir Hallgrímsson 6, Blessed Parilla 1, Friðrik Heiðar Vignisson 0, Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson 0, Gunnlaugur Gunnlaugsson 0, James Parilla 0, Arnaldur Grímsson 0.

DEILA