Hversdagssafnið á Ísafirði óskar eftir þátttakendum í tengslum við gerð skynjunarsmiðju með áherslu á lyktarskyn og minni. Þátttakendur lykta af ólíkum hlutum úr hversdeginum með bundið fyrir augun og lýsa upplifun sinni og minningum sem koma upp. Unnið er með sameiginlegt minni og verður afrakstur vinnunnar notaður í verkefnið en þátttakendur verða nafnlausir.
Hópurinn mun hittast á safninu, Hafnarstræti 5, þann 2. júní, klukkan 17.00, ágætt er að gera ráð fyrir um tveimur klukkustundum í vinnuna. Boðið verður upp á léttar veitingar, spjall og drykki á eftir.
Áhugasamir mega gjarnan fylla út eyðublaðið https://tinyurl.com/ykfprjfm valdir verða 10 þátttakendur.