Ársreikningur Reykhólahrepps og stofnana 2020, var lagður fram á fundi sveitarstjórnar í gær.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 668 millj. samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 496,8 millj.
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 28,2 millj., en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 34 millj. samkvæmt rekstrarreikningi.
Heildareignir sveitarfélagsins námu 675,9 millj. og heildarskuldir 198,2 millj. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 477,7 millj. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 375,1 millj.
Rekstrarniðustaða A og B hluta sveitarsjóðs hefur því batnað um rúmlega 80 millj. milli ára. Heildarskuldir hafa lækkað um 58,3 millj. á sama tíma. Eigið fé stendur nokkurn veginn í stað, að teknu tilliti til verðbreytinga.
Að sögn sveitarstjóra Reykhólahrepps eru stærstu framkvæmdir í sveitarfélaginu á þessu ári vegagerð og miklar framkvæmdir við Reykhólahöfn og verður þeim framkvæmdum lokið á næstu þremur árum.
Þá fara á þessu ári fram miklar viðgerðir og lagfæringar á Grettislaug og eins mun lóð leikskólans verða tekin í gegn og endurbætt.