Fyrsti bíllinn í Barðastrandarsýslu

Árið 2018 kom út bókin Ærumissir sem er ævisaga Einars M. Jónssonar

Fyrsti bíllinn í Barðastrandarsýslu mun hafa komið á Patreksfjörð árið 1926. Það var eins tonns Ford T sem sýslumaður Barðstrendinga, Einar M. Jónasson, eignaðist, en hann hafði þá nýlega keypt jörðina Breiðuvík og þangað flutti hann bílinn með báti.

Jens Árnason, vélsmiður á Geirseyri, var sýslumanni innan handar um margt og líka uppbygginguna í Breiðuvík þar sem hann greip meðal annars í að aka bílnum sem hann á endanum keypti og flutti heim til sín. Bíllinn var þó enn húslaus og hefur trúlega verið það eitthvað framan af. Ekki þótti heldur ástæða til að vera eitthvað að vesenast með skráningu og númer því það hefur að líkindum ekki verið fyrr en árið 1931 að bíllinn var skráður. Þá fékk hann númerið B 1. Það hefur ekki þótt ástæða til að vera með eitthvert númerastúss meðan ekki voru fleiri bílar á ferðinni.

Næstur í röðinni, með B 2, var vörubíll af gerðinni GMC, árgerð 1928, og mun hafa verið keyptur notaður frá Reykjavík. Eigendur voru Magnús Jónsson og Axel Magnússon á Bíldudal. Þessi bíll var síðar seldur í Hokinsdal en er nú í eigu og umsjá Þjóðminjasafnins.

Úr bókinni Saga bílsins á Íslandi 1904-2004 eftir Sigurð Hreiðar Hreiðarsson.

DEILA