Fjölmenningarstofnun Ísafirði fær nýtt verkefni

Fjömenningarsetrinu Ísafirði hefur verið falið að endurgreiða sveitarfélögum kostnað vegna fjárhagsaðstoðar vegna erlendra ríkisborgara. Verkefnið var áður hjá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF).

Verkefnið er tvíþætt, annars vegar að leiðbeina sveitarfélögum varðandi einstaklingsmál á grundvelli a.-liðar 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og samþykkja eða hafna umsóknum í samræmi við reglur nr. 382/2019 og hins vegar að fara yfir yfirlit frá sveitarfélögum sem berast vegna útgjalda sem af því leiðir.

Gert er ráð fyrir að vinna vegna þessa verkefnis nemi um 20% starfshlutfalli að jafnaði yfir árið.

Nocole Leigh Mosty forstöðumaður segir að stofnunin fái 20% aukin stöðugildi „sem verður með aðsetur hér hjá okkur á Ísafirði. Við eigum einnig eftir að ráða inn í 1 stöðugildi vegna samræmd móttöku flóttamanna hér á Ísafirði þegar frumvarp er samþykkt á Alþingi.“Hún segist hlakka til að fá aukin starfskraftur hér til okkur.

„Við erum núna með 6 starfsmenn í fullu starfi og einn í 30% starf við að sinna ráðgjöf. Við erum 3 á Ísafirði, ég þar með og 3 plús starfsmanneskja í 30% hlutfall í Reykjavík. Ég hlakka til að fjölga starfsmönnum hér með mér og fá starfsfólk frá skrifstofan okkar í Reykjavík reglulega til okkur.“