Arnarlax tilkynnir um kaup á eldisstöðvum á Suðurlandi

Icelandic Salmon AS sem er eigandi Fisk­eld­is­fyr­ir­tækisins Arn­ar­lax ehf. greinir frá þessu í tilkynningu til Norsku kauphallarinnar. Stöðvarnar sem um ræðir eru á Hall­kels­hól­um í Grímsnesi og í Þor­láks­höfn.

Ráðgert er að stöðvarn­ar fram­leiði allt að 800 þúsund seiði árið 2022 og að fram­leiðslan nái 1,5 millj­ón­um seiða árið 2023.

Forstjórinn Björn Hembre kveðst í til­kynn­ing­unni ánægður með þennan áfang­a og telur kaup­in skapa samþætta virðiskeðju. „Þessi kaup veita okk­ur aukna fram­leiðslu­getu seiða og getu til að fram­leiða stærri seiði. Þetta mun styrkja enn frek­ar metnaðarfulla áforma Icelandic Salmon um sjálf­bæran vöxt til framtíðar.“

DEILA