Icelandic Salmon AS sem er eigandi Fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax ehf. greinir frá þessu í tilkynningu til Norsku kauphallarinnar. Stöðvarnar sem um ræðir eru á Hallkelshólum í Grímsnesi og í Þorlákshöfn.
Ráðgert er að stöðvarnar framleiði allt að 800 þúsund seiði árið 2022 og að framleiðslan nái 1,5 milljónum seiða árið 2023.
Forstjórinn Björn Hembre kveðst í tilkynningunni ánægður með þennan áfanga og telur kaupin skapa samþætta virðiskeðju. „Þessi kaup veita okkur aukna framleiðslugetu seiða og getu til að framleiða stærri seiði. Þetta mun styrkja enn frekar metnaðarfulla áforma Icelandic Salmon um sjálfbæran vöxt til framtíðar.“