Af hverju eru allir að tala um þörunga?

Já afhverju?
Án þess að fara í saumana á öllum hliðum þess þá langar mig að spretta upp einhverjum saumum.
Þörungar vaxa. (mjög viljandi stór punkur)
Þeir bara gera það þrátt fyrir að við höfum reynt að beita hinum argasta fantaskap til að koma í veg
fyrir það. (Og við höfum sannarlega reynt á rannsóknarstofu okkar)
Hvernig er það til góða er þá kannski hluti af svarinu við ofangreindri spurningu.
Þörungar geta nefnilega innihaldið flestallt það sem við þurfum til manneldis nefnilega, og á það
fyrirhafnarlítinn hátt að annar iðnaður virðist hið mesta bruðl með ORKU í samanburði.
Þörungar geta innihaldið prótein sambærilegt eða hærra en hveiti.
Þeir geta einnig innihaldið sterkju í sambærilegum prósentum og korn.
Þeir geta einnig fullnægt næringarþörf okkar og annara dýra á sama hátt og hvert annað ofurfæði!
Þeir binda einnig kolefni. (afar móðins skilst okkur)
Þeir gera það í námunda við annan iðnað á strandsvæðum sem skilur eftir sig mikla næringu í
hafinu.
Hvers vegna er ekki verið að rækta þá?


Útaf dulitlu…
Það nefnilega finnst ekki greinileg skírskotun í lögum um hvernig eigi að fara með RÆKTUN á
stórþörungum. Það hamlar þannig verðmætasköpun í iðnaði í afar örum vexti. Það mætti jafnvel
segja að iðnaðurinn vaxi eins og þörungur, já nema hér við land.
Því ólíkt fantaskapnum sem ekki nær að hefta vöxt höfum við sýnt skeytingarleysi . Og
skeytingarleysi er öflugt verkfæri í að hamla vöxt. (minnumst allra þurra húsplantna sem hafa farið í
tunnuna)
Við hjá Djúpinu (www.djupid.net) og Eldey Aqua skorum þannig á ÞIG að vera með í sjá til þess að
upp verði byggður iðnaður sem skapar verðmæti á strandsvæðunum þar sem þörungarnir vaxa.
Byggja upp iðnað fyrir þig, okkur og umfram allt börnin okkar.
Girða um hólfið áður en úlfarnir komast í hjörðina.
Skorið á YKKAR þingmann að láta málið sig varða, sýna fyrirhyggju, hanna framtíðarlaus í stað
þess að bregðast við(proactive vs. reactive).
Kær kveðja úr Djúpinu,

Gunnar Ólafsson