50 ár frá komu Torfa Halldórssonar ÍS 19 til Flateyrar

Torfi Halldórsson ÍS 19 var stálskip, byggt árið 1971 í Skipasmíðastöð Önfirðingsins Marsellíusar Bernharðssonar á Ísafirði fyrir Benedikt Vagn Gunnarsson útgerðarmann og skipstjóra á Flateyri (Alda hf.).

Smíðanúmer 44 hjá M. Bernhardssyni hf., Ísafirði 1971. Smíðaður eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Lengdur 1972, Yfirbyggður 1982.

Skipið kom fyrsta sinni til heimahafnar á Flateyri laugardagskvöldið 15. maí 1971.

Meira um Torfa Halldórsson ÍS 19 og feril:

Báturinn hét Torfi Halldórsson ÍS 19,

Tjaldur SI 175, Tjaldur SH 270, Svanur SH 111, Þorsteinn GK 16, Kristbjörg VE 82, Kristbjörg ÁR 82, Kristbjörg HU 82, Kristbjörg SK 82 og Kristbjörg HF 82.

Báturinn var seldur í brotajárn 30. júlí 2008.

 



Skráð af Menningar-Bakki.

DEILA