25 staðfestar skipakomur

Linda Pálsdóttir framkvæmdastjóri Vesturferða staðfestir 25 skipakomur til Ísafjarðar og byrja skipin að koma í lok júní. Hún tekur þó fram að á þessum fordæmalausu tímum sé því að sjálfsögðu tekið með ákveðnum fyrirvara.

Hvað aðrar bókanir varða hafa þær tekið mikinn kipp síðustu vikur.

Um er að ræða blöndu af innlendum og erlendum ferðamönnum. Vigur og Hesteyri séu alltaf ákaflega vinsælar ferðir.

Ferðaþjónustan virðist því vera taka kipp.

Myndin er af Læknishúsinu á Hesteyri þar sem boðið er uppá veitingar í dagsferðum á Hesteyri.