Vesturbyggð auglýsir eftir grenjaskyttum

Vest­ur­byggð auglýsir eftir aðilum til grenja­leitar og grenja­vinnslu í Vest­ur­byggð.

Óskað er eftir umsækjendum fyrir fimm svæði, skv. gömlu hreppaskiptingunni:

  1.  Rauðasandshreppur
  2.  Patrekshreppur
  3.  Barðastrandarhreppur
  4.  Suðurfjarðahreppur
  5. Ketildalahreppur

Til greina kemur að ráða fleiri en einn aðila innan hvers svæðis og skal tekið fram í umsókn um hvaða svæði er sótt.

Að sögn Geirs Gestssonar hjá Vesturbyggð hefur gengið vel undanfarin ár að fá veiðimenn að sinna veiðum og eyðingu á varg. “ Veiði hefur verið svipuð á milli ára en auðvitað er það svo að menn vilja alltaf gera betur. Það sem hefur ekki gengið eins vel er að fá ríkisvaldið til að leggja til meiri og sanngjarnari greiðsluþátttöku til veiðanna. Í dag greiðir ríkið nánast sama til þessara veiða og innheimt er í virðisaukaskatt af reikningum sem sveitarfélagið greiðir.

Til veiða á mink höfum við í Vesturbyggð undanfarin ár fengið til okkar minkabana sem hefur það skemmtilega viðurnefni Vargurinn og hefur hann verið duglegur að kanna og veiða á svæðum við varplönd og er stefnt á sama fyrirkomulag.“

DEILA