Vestri skuldar 4,4 m.kr. í húsaleigu

Frá leik Vestra við Breiðablik

Íþróttafélagið Vestri hfeur leitað til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar vegna uppsafnaðrar húsaleiguskuldar 4,4 m.kr. Segir í erindi þess að erfitt verði fyrir deildir Vestra að greiða þessa skuld jafnhliða húsaleigu fyrir árið 2021. Óskað er eftir því að Ísafjarðarbær komi til móts við íþróttafélagið Vestra í þessu máli með lækkun á leiguverði árið 2021 sem nemur upphæð þessarar skuldar.

Skýringarinnar á erfiðri fjárhagsstöðu er einkum að finna í afleiðingum Covid19. Íþróttaviðburðir og jafnvel mót hafa fallið niður og tekjur sem vænst var skiluðu sér ekki. Þannig hafi körfuboltabúðir fallið niður en tekjur af þeim hafi staðið að miklu leyti undir rekstri yngri flokka deildarinnar. Þrátt fyrir stuðning ríkisvaldsins, sem hefur veitt 3,2 m.kr. tekjufallstyrk hefur það ekki dugað til þess að jafna rekstur HSV, en Vestri er innan þess og er fjárhagsvandinn fyrst og fremst þar.

Fyrir bæjarráð var lagt fram lagt fram yfirlit yfir tekjutap íþróttafélaganna á árunum 2020 og 2021 vegna Covid-19.

Bæjarráðið vísaði erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.

DEILA