Veitingamenn í Covid

Edinborg. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alla tíð hefur júlí verði besti mánuður ársins hjá veitingamönnum á Vestfjörðum sem og annars staðar.

Reynslan segir Sigurði Arnfjörð það. Reynsla frá Núpi sem hann og bróðir hans ráku í 10 ár, einnig ráku þeir á Ísafirði Edinborg Bistro í 9 ár og Mömmu Nínu í rétt tæpa 9 mánuði sem og veisluþjónustu fyrir Félagsheimili Bolungarvíkur. Guðmundur H. Helgason hætti samstarfi og Sigurður keypti af bróðir sínum með endurfjármögnun og nýr samstarfsaðili Sædís Ingvarsdóttir tók við 1. janúar 2019.

Aðspurður segir Sigurður að fyrirtækið hafi verið vel sett til að takast á við erfiðleikana sem hafa fylgt covid ástandinu meðal annars vegna hagstæðra leiguskilmála.

Sumarið byrjaði ekki vel en þegar herferðin “Ferðumst innanlands” hófst varð viðsnúningur og á 17. júní þá byrjaði ballið. Það þurfti að bæta við starfsfólki og linnulaus vinna.

Í júlí varð sprengja, á níu árum í veitingarekstri á Edinborg Bistro var þetta besti júlí mánuður bæði í fjölda máltíða og tekjulega.

Ágætur ágúst en alls ekki sá besti. Með haustinu kom þriðja bylgjan og þar með dalaði mikið.

Hefur þó áhrif að Íslendingar versla meira þegar komið er á staðinn en ferðamenn.

Sigurður tekur fram að hann var hálfkvíðinn yfir að taka bara við Íslendingum, vanur frekju og þess háttar en Íslendingar virðast hafa farið á hlýðninámskeið samhliða covid faraldrinum og hagað sér með prýði.

Edinborg Bistro hlakkar til komandi sumars og bjartsýnin ríkir þar sem í febrúar 2021 var byrjað að panta fyrir júlí.

Bræðurnir Sigurður Arnfjörð og Guðmundur Helgason

DEILA