Unnið er að gerð strandsvæðisskipulags fyrir Vestfirði

Hjá Skipulagsstofnun hafa verið gefnar út forsendu- og samráðsskýrslur vegna vinnu við gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum.

Þar er gerð grein fyrir fjölbreyttri starfsemi og auðlindanýtingu á svæðinu auk nýtingar til útivistar af ýmsum toga. Þar er einnig fjallað um mikilvæg fuglasvæði og fjölda selalátra, ásamt svæðum sem vernduð eru vegna gróðurfars, landslags, dýralífs og náttúruminja.

Á næstu vikum og mánuðum verða mótaðar tillögur að strandsvæðisskipulagi á Vestfjörðum í samræmi við lýsingu verkefnisins.  Við gerð tillögu að strandsvæðisskipulagi Vestfirði munu svæðisráð og Skipulagsstofnun hafa samráð við ráðgefandi aðila og samráðshópa sem eru svæðisráðum til ráðgjafar og samráðs í samræmi við lög um skipulag haf- og strandsvæða.

Það er mikilvægt að þekking þeirra sem best þekkja svæðið sé nýtt í strandsvæðisskipulaginu. Þess vegna er fólk hvatt til að kynna sér innihaldið í skýrslunum og koma athugasemdum sínum á framfæri.

DEILA