Þungatakmarkanir á vegum á Vestfjörðum

Vegagerðin hefur tilkynnt að vegna hættu á slitlagsskemmdum hafi ásþungi verið takmarkaður við 2 tonn á Hrafnseyrarvegi 626, frá Vestfjarðavegi 60 að Hrafnseyri við Arnarfjörð.

Sama takmörkun, 2 tonn er einnig á Mosdalsvegi 6204 frá Dynjandisvogi í Mosdal, og einnig á Ingjaldssandsvegi 624 frá Alviðru.

Dynjandisheiði frá 16.4.

Á sunnanverðri Dynjandisheiði, í Pennusneiðingnum og þar fyrir neðan, er mjög grófur vegur sem getur verið hættulegur litlum bílum. Ásþungi á Dynjandisheiði er takmarkaður við 7 tonn en 2 tonn frá Dynjandisheiði og niður í Trostansfjörð.

Takmarkanir frá 14. apríl

Vegna hættu á slitlagsskemmdum verður ásþungi takmarkaður við 10 tonn á eftirtöldum vegum frá og með miðvikudeginum 14. apríl 2021.

Vestfjarðavegi (60) frá Búðardal að Flókalundi.

Djúpvegi (61) frá Vestfjarðavegi 60 í Reykhólasveit að Flugvallarvegi (631) Ísafirði.

Barðastrandarvegi (62) frá Flókalundi til Patreksfjarðar.

Bíldudalsvegi (63) frá Patreksfirði til Bíldudals.

Innstrandarvegi (68) frá Laxárdalsvegi (59) að Djúpvegi (61)

Drangsnesvegi (645)

Einnig taka gildi frá sama tíma ásþungatakmarkanir við 5 tonn, á Snæfjallastrandavegi (635), á Strandavegi (643) úr Bjarnarfirði norður í Árneshrepp.