Sex umsóknir um stöðu verkefnastjóra á Flateyri

Frá sjómannadegi á Flateyri. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Sex sóttu um stöðu verkefnastjóra á Flateyri, en umsóknarfrestur rann út 22. apríl sl. Umsækjendurnir eru samkvæmt því sem fram kemur á vefsíðu Ísafjarðarbæjar:

Hjörleifur Finnsson, ráðgjafi í ferða- og umhverfismálum

Ingimar Ingimarsson, sveitarstjórnarmaður og kennari

Magnús Þór Bjarnason, framkvæmdastjóri og sjómaður

Pétur Snæbjörnsson, sjálfstætt starfandi við ráðgjöf og nefndarstörf

Steinunn Ása Sigurðardóttir, stjórnmálafræðingur 

Valgeir J. Guðmundsson, sérfræðingur í innleiðingu Google-lausna, kennari

Hlutverk verkefnastjóra er að leiða nýsköpunar- og þróunarverkefni á Flateyri, í samstarfi við verkefnisstjórn á grundvelli samnings milli samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðarstofu.

DEILA