Orkubú Vestfjarða eigi virkjunarrétt á jarðhita í Reykjanesi

Reykjanes. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Elías Jónatansson, Orkubússtjóri hefur ritað bréf til Ísafjarðarbæjar og óskar eftir staðfestingu á því að Orkubúið eigi allan virkjunarrétt á jarðhita á jörðinni Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi á grundvelli afsals Ísafjarðarkaupstaðar frá 1. desember 1978 þar sem til Orkubúinu var afsalað „öllum rétti til virkjunar vatnsafls, jaróhita eða fallvatns, sem bærinn átti i löndum sinum eða annars staðar til Orkubús Vestfjarða.“ Undir það afsal féll allur réttur til virkjunar alls jarðhita jarðarinnar Reykjaness i Súõavíkurhreppi segir í bréfinu.

„Öll lögfræðileg álitaefni varõandi gildi þess afsals voru endanlega til lykta leidd með dómi Landsréttar hinn 21. febrúar 2020 í málinu nr. 334/2019 Ísafjarðarbær gegn Orkubúi Vestfjarða. Sá dómur staðfesti gildi afsalsins frá 1. desember 1978 um að allur réttur til virkjunar vatnsafls og jarðhita væri eign Orkubúsins.“

Greint er frá því í bréfinu að um nokkurt skeið hafi Orkubúið átt í viðræðum við Ferðaþjónstuna í Reykjanesi um jarðhitaorku til félagsins. Nú hafi Ferðaþjónustan sent bréf til Ísafjarðarbæjar og dregur þar í efa heimildir Orkubúsins til jarðhitans á jörðinni.

Af því tilefni vill Orkubú Vestfjarða fá staðfestingu sveitarfélagsins á því að Orkubúið sé sé eigandi alls réttar til virkjunar jarðhita jarðarinnar með vísan til dóms Landsréttar.

Bréf Orkubúsins var lagt fram í bæjarráði og fól það bæjarstjóra að vinna málið áfram.

DEILA