Opnað fyrir skráningu á léttum bifhjólum í flokki I

Lögreglan á Vestfjörðum vill koma áríðandi ábendingu á framfæri við eigendur og notendur léttra bifhjóla í flokki I, oft kallaðar vespur.

Ný létt bifhjól í flokki I sem flutt hafa verið til landsins 1. janúar 2020 og síðar, eru skráð af innflytjanda eða söluaðila og afhendast yfirleitt skráð, skoðuð og á skráningarmerkjum. Þau fara í gegnum hefðbundið forskráningarferli ökutækja þar sem fylla þarf út eyðublað og skila inn ásamt viðeigandi gögnum.  

Eldri létt bifhjól í flokki I (flutt til landsins fyrir 1. janúar 2020) er nú hægt að skrá rafrænt í gegnum á vef Samgöngustofu. Miðað er við að þessi hjól verði að vera skráð frá 1. mars 2021 ef nota á þau í almennri umferð.  

Opið verður fyrir rafræna skráningu þessara ökutækja til 30. júní 2021 og kostar skráningin 600 kr..

Eftir 1. júlí 2021 verður skráningu háttað eins og annarra ökutækja og kostar þá 4.210/7.020 kr. eftir því hvort hjólið er gerðarviðurkennt eða ekki. Gjald fyrir númeraplötu er 2.665 kr..

Auk þess þarf að greiða fyrir skráningarskoðun og nýskráningu hjólsins hjá skoðunarstöð.

DEILA