Mjólkursamsalan er aðalstyrktaraðili Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Pálmi Vilhjálmsson forstjóri Mjólkursamsölunar og Kristján Þór Harðarson framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar staðfesta samninginn

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur átt í góðu samstarfi við Mjólkursamsöluna undanfarin ár og notið stuðnings í formi vöruúttekta þegar sjálfboðaliðar félagsins sinna tímafrekum útköllum og fjáröflunum.

Nú hafa hafa félögin stigið skrefinu lengra og undirritað samstarfssamning, þar með bætist Mjólkursamsalan við öflugan hóp aðalstyrktaraðila og styður með myndarlegum hætti starf mörg þúsund sjálfboðaliða.

Félagar í Slysavarnadeildinni í Grindavík hafa alveg frá upphafi goss séð til þess að allir björgunarmenn í verkefnum við gosstöðvarnar fái góðan mat milli vakta og séu vel nestaðir. Þar kom Mjólkursamsalan, eins og fjölmörg önnur fyrirtæki, myndarlega að borðinu og hefur lagt til vörur og hráefni.

Það er von beggja aðila að samningurinn festi í sessi það ánægjulega samstarf sem verið hefur undanfarin ár og þannig leggi Mjólkursamsalan sitt lóð á vogaskálarnar að tryggja fumlaus viðbrögð sjálfboðaliða í Slysavarnafélaginu Landsbjörg þegar neyð ber að höndum.

DEILA