Yfir 100% munur var á hæsta og lægsta verði á þjónustunni fyrir allar stærðir bíla í verðkönnun ASÍ sem fór fram þann 20. apríl. Mesti munur á hæsta og lægsta verði var á þjónustu fyrir jepplinga á 16″ ál- eða stálfelgum 159%.
Minnsti munur var á þjónustunni fyrir smábíla á 14″ dekkjum á ál- eða stálfelgum, 109%. Aðalbílar í Reykjavík var með lægsta verðið fyrir allar gerðir bíla (á ál- og stálfelgum) nema jeppa. Bifreiðaverkstæðið Stormur Patreksfirði var með lægsta verðið á þjónustunni fyrir jeppa á 18″ dekkjum (á ál- og stálfelgum) og næst lægsta verðið fyrir aðrar tegundir af bílum.
Eftirfarandi þjónustuaðilar vildu ekki upplýsa verðlagseftirlitið um verð á þjónustunni: Hjólbarðaþjónustan Framnesvegi Reykjanesbæ, Höldur bílaverkstæði Akureyri, Hjólbarðaverkstæði Magnúsar Selfossi, Hjólbarðaverkstæði Óskars Sauðárkróki og Dekkjahöllin og B.V.A. Egilstöðum.
Hægt er að sjá öll verðin á heimasíðu ASÍ