Lýðskólinn á Flateyri-Viltu upplifa ævintýri og breyta lífi þínu

Lýðskólinn á Flateyri auglýsir nú eftir nemendum fyrir næsta skólaár.

Tvær námsbrautir eru í boði;

Hafið, fjöllin og þú er spennandi og krefjandi útivistarnám þar sem reynir á þrek, þol, gleði og áræðni. Námskeið eins og Fjallamennska, Ísklifur, Kajak siglingar, Hugur og heilsa, Matarkistan, Náttúruljósmyndun og Brimbretti eru hluti af náminu. Nýtt námskeið í skútusiglingum er í þróun fyrir næsta skólaár, en þar fá nemendur að reyna sig sem hafnameðlimi og sigla undir fullum seglum.

Á námsbrautinni Hugurinn, heimurinn og þú er áhersla á sköpun og hönnun. Þar sem nemendum gefst kostur á að prófa sig áfram og læra grunnatriðin í kvikmyndagerð, hljóðhönnun, sviðsmyndagerð, spuna, viðburðastjórnun og skapandi hugsun, en samhliða náminu hafa nemendur einnig tækifæri til að vinna í eigin listsköpun. Einstakt umhverfi þar sem gott er að finna sköpunargleðina að nýju og upplifa hana þroskast og blómstra.

Hvað er lýðskóli?

Lýðskóli veitir nemendum og kennurum tækifæri til að vera við leik og störf og prófa sig áfram við ólík viðfangsefni án þess að þurfa að sökkva sér niður í fræðilegar kenningar og skólabækur. Samvinna og samtöl, verklegt nám og vettvangsferðir eru lykilorð. Námsmat og endurgjöf er ekki fengið með hefðbundnum prófum og einkunnum heldur í gegnum samtöl og samvinnu.

Þetta gefur lýðskólum frelsi til að mennta og þroska nemendur með óhefðbundnum en árangursríkum leiðum.