Ísafjarðarbær: Hafdís fær lausn frá bæjarstjórn

Á fundi bæjarstjórnar í gær var Hafdísi Gunnarsdóttur, bæjarfulltrúa veitt lausn frá störfum sem bæjarfulltrúi til loka kjörtímabilsins. Ástæðan er að innan skamms tekur Hafdís við starfi sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs og telur hún að það fari ekki saman að sinna hvoru tveggju samtímis.

Í lausnarbeiðni sinni þakkar Hafdís Gunnarsdóttir bæjarfulltrúum fyrir samstarfið síðustu 3 ár og þakkar íbúum Ísafjarðarbæjar fyrir að sýna henni það traust að fá að vinna í þeirra þágu.

Jónas Þór Birgisson tekur við sem bæjarfulltrúi og Aðalsteinn Egill Traustason verður varabæjarfulltrúi. Þá var Jónas Þór kosinn sem fyrsti varaforseti bæjarstjórnar í stað Hafdísar og Sif Huld Albertsdóttir tekur við sem varamaður í bæjarráði.