Hlutafjárútboð Arctic Fish gekk mjög vel

Arctic Fish lauk í marsmánuði hlutafjárútboði að fjárhæð 600 milljónir norskra króna, eða sem samsvarar um 9,0 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka ásamt DNB og Pareto voru ráðgjafar félagsins í útboðinu.

Arctic Fish safnaði í útboðinu um 350 milljónum norskra króna með sölu á nýju hlutafé auk þess sem einn núverandi hluthafi seldi hluti að andvirði 250 milljónir norskra króna.

Lykilfjárfestar tryggðu sér hluti fyrir 97 milljónir norskra króna en þeir voru Nordea eignastýring, Birta lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Vörður tryggingar hf.

Margföld umframeftirspurn var í útboðinu sem vakti mikinn áhuga hjá bæði innlendum og erlendum fagfjárfestum.

Viðskiptin voru undirbúningur að skráningu félagsins á Euronext Growth hlutabréfamarkaðinn en fyrsti viðskiptadagur var þann 19.febrúar sl. Markaðsverðmæti félagsins eftir útboðið er um 28 milljarðar króna.

DEILA