Fullkomnlega ófullkomin sýning á Flateyri

Nemendur Lýðskólans á Flateyri bjóða Vestfirðingum og öðrum velunnurum sínum á lokasýningu Lýðskólans sem kallast Fullkomnlega ófullkomin sýning!

Sýningin er á föstudaginn 30. apríl frá kl. 14:00-19:00 og einnig á laugardaginn 1. maí frá kl. 10:00-12:00.

Nemendur á Hugmyndabraut og Útivistarbraut munu sýna verk sem endurspeglar þeirra vist seinustu tvær annir á Flateyri.

Sýnt verður á eftirfarandi stöðum í kringum Flateyri:
– Skólahúsnæði Lýðskólans
– Gunnukaffi
– Samkomuhúsið
– Tankurinn

DEILA