Ferðafélag Ísfirðinga með nýja heimasíðu

Ferðafélag Ísfirðinga eru frjáls félagasamtök með útivist á stefnuskrá sinni og nú hefur félagið sett upp sína eigin heimasíðu https://ferdafis.is/

Félagið var stofnað eða endurvakið í febrúar 2010 en þá hafði starfsemin legið niðri í tæp 15 ár.

Meðlimir Ferðafélags Ísfirðinga njóta allra kjara sem Ferðafélag Íslands býður upp á.
Árbók FÍ er innifalin í árgjaldi, afsláttur í ferðir FÍ og gistingu í skálum þess félagsréttindi í sænskum, norskum og finnskum ferðafélögum, afslættir hjá nærri 30 verslunum og þjónustuaðilum á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og víðar.

Meðlimir fá einnig afslátt í ferðir síns eigin félags í þeim tilfellum þegar það kostar í þær.

Á heimasíðu félagsins er að finna upplýsingar um ferðir ársins en þær eru rúmlega tuttugu talsins og eru farnar víðs vegar um Vestfirði.