Einstæðar á höfuðborgarsvæðinu: hafa 22% hærri atvinnutekjur

Einstæðar konur með 1-2 börn höfðu árið 2019 22% hærri atvinnutekjur á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Þetta kemur fram á vef stjórnvalda tekjusagan.is.

Atvinnutekjur þeirra á höfuðborgarsvæðinu voru 442 þúsund krónur á mánuði en aðeins 363 þúsund krónur á landsbyggðinni. Munurinn er 22% sem atvinnutekjurnar eru hærri á höfuðborgarsvæðinu. Munurinn minnkar í 8% þegar tekið hefur verið tillit til skattgreiðslna og bóta frá hinu opinbera. Munuinn er er 78 þúsund krónur á mánuði minnkar um 21 þúsund þar sem af hærri tekjur eru greiddir hærri skattar. Þá fá einstæðar konur á landsbygginni 28 þúsund krónur á mánuði í hærri bætur frá ríki og sveitarfélagi. Munurinn á ráðstöfunartekjum lækkar þá í 29 þúsund krónur á mánuði.

Töluverður munur er á eignastöðu í þessum hópi varðandi fasteignir. Meðalfasteignamat eignar er 22 m.kr. á höfuðborgarsvæðinu en 13 m.kr. á landsbyggðinni. Að teknu tilliti til skulda er meðalskuldaus eign einstæðra á höfuðborgarsvæðinu 12 m.kr en aðeins 6 m.kr. á landsbyggðinni. Munurinn er 6 m.kr.

DEILA