Á covid.is kemur fram að einungis er einn í sóttkvi á Vestfjörðum og einn í einangrun. Miðað við ástandið á Höfuðborgarsvæðinu og víðar verður það að teljast mjög gott. Ástandið er einnig gott á Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra sem og Austurlandi.
Góðar fréttir eru einnig þær að byrjað er að bólusetja viðkvæmustu hópana og gengur bólusetning vel samkvæmt Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Fullbúið er að bólusetja 574 einstaklingar og bólusetning hafin hjá 787 einstaklingum.