Breiðafjarðarferjan Baldur fer í slipp í byrjun maí
Um er að ræða hefðbundna og reglubundna slipptöku sem framkvæmd er á þurru landi annað hvert ár.
Skipið verður tekið upp í slipp í Reykjavík 3. maí og gera áætlanir ráð fyrir um 2 vikum, þannig að skipið ætti að vera komið aftur í notkun mánudaginn 17. maí. Á verkefnalista er vélskoðun og bolskoðun.
Á meðan skipið er í slipp mun farþegaskip Sæferða, Særún halda uppi siglingum til Flateyjar.