Arctic Fish ehf. seldi tæp 3800 tonn af laxi á fyrsta ársfjórðungi 2021. Það er rúmlega fjórum sinnum meira magn en á sama tíma í fyrra þegar félagið seldi 860 tonn.
Uppskeran kom að mestu frá eldisstöðinni Kvígindisdal í Patreksfirði. Í næstu viku hefst svo slátrun úr eldisstöðinni Hvannadal í Tálknafirði.
Í fyrra uppskar Arctic Fish tæp 8.000 tonn af laxi og er áætlun fyrir 2021 áfram óbreytt og gert er ráð fyrir sölu upp á um 12.000 tonnum af laxi á yfirstandandi ári.
“Það er ánægjulegt að sjá framleiðslu okkar aukast í takt við áætlanir okkar. Með aukinni reynslu á aðstæðum á Vestfjörðum og nýjum staðsetningum sem teknar eru í notkun mun félagið halda áfram að vaxa. Samhliða þessu höfum við verið að fjölga starfsfólki og fjárfesta mikið. Það er því mikilvægt að eldið sjálft standi undir væntingum eins og raun ber vitni” segir Stein Ove Tveiten forstjóri félagsins.