Fresta þurfti aðalfundi Ferðamálasamtaka Vestfjarða vegna ónægrar þátttöku samkvæmt heimildum Bæjarins besta. Nýr fundur hefur verið boðaður þann 4. maí.
Eftirfarandi kemur fram á vefsíðu Ferðamálasamtakanna.
Þann 4. maí n.k. verður aðalfundur FMSV haldinn á Hótel Ísafirði. Fundurinn hefst klukkan 15:00
Dagskrá
Skýrsla stjórnar
Áreikningar
Kosning
Önnur mál
Fundurinn er opin öllum hagsmunaaðilum en atkvæðisrétt hafa fullgildir félagsmenn, þ.e. þeir sem greitt hafa félagsgjöld. Lög félagsins má finna hér:
Fundurinn verður í streymi en vegna tæknimála geta aðeins þeir sem mæta á staðinn greitt atkvæði.
Þeir sem hafa áhuga á að sjá fundinn geta sent tölvupóst á vestfirdir@gmail.com
Þeir sem hafa áhuga á að gefa sig til setu í stjórn – geta sent tölvupóst á sama netfang.