Act Alone – endurnýjun samnings til 3 ára

Fram kemur í fundargerð hjá Ísafjarðarbæ að einróma var samþykkt endurnýjun samnings til 3 ára við Act Alone.

Um hátíðina segir á vefsíðu Act Alone: Leiklistarhátíðin ACT ALONE er haldin árlega í sjávarþorpinu Suðureyri aðra helgina í ágúst. ACT ALONE er helguð einleikjum og er meðal fárra slíkra í heiminum sem helga sig þessu sérstaka leikhúsformi. Það er ekki eina sérkenni hátíðarinnar því frá upphafi hefur verið ókeypis á ACT ALONE og gefst því fólki frábært tækifæri á að komast frítt í leikhús og um leið að kynna sér þetta sérstaka leikhúsform.

Elfar Logi Hannesson segir að þetta hjálpi mikið að hafa fjármagn tryggt til næstu þriggja ára, allavega mun betra en að byrja alltaf á núlli sem hefur jafnan verið reyndin. „Fyrir svo utan það verður án efa mun erfiðara að fjármagna listahátíðir næstu árin sökum kóvítans og því hoppuðum við hæð okkar við þessum einstaklega góðu tíðindum. Við vonum einlæglega að allt verði orðið allavega talsvert skárra og hægt verði að halda Acti með þeim krafti og kátínu sem við erum vön.“

Elfar segir einnig að þetta sé einstaklega mikilvægan samning fyrir þau, ekki bara fjárhagslega heldur og viðurkennig.

Act alone verður haldin að vanda aðra helgina í ágúst sem ber núna upp á dagana 5.-7. ágúst og verður í mekka einleiksins á Suðureyri.

DEILA