Framundan virðist vor

Skjaldfönn. Mynd: Bændablaðið.

Indriði á Skjaldfönn er farinn að finna lyktina af vorinu núna bak páskum.

Hann orti í vikunni:

Framundan virðist vor

verður þá létt um spor.

Gróska og grænka senn,

gleður það sveitamenn.

Síðan rifjaði Indriði upp ljóð Guðmundar Inga Kristjánssonar frá Kirkjubóli um vorið.

VOR Í FANGI.

Vorið kom hlæjandi

hlaupandi

niður hlíðina vestan megin.

Engri sjón hef ég orðið jafn bundinn

og alls hugar feginn.

Ég tók það í fangog festi mér það

sem fegurst og best ég þekki.

Mánuður leið

mannsaldur leið,

og ég misti það ekki.

DEILA