Tónlistarskólinn á Ísafirði tilkynnir um stórviðburður á Ísafirði!
Þar segir:
Víkingur Heiðar spilar í Ísafjarðarkirkju 11. mars kl. 20:00.
Sætafjöldi er takmarkaður, svo að nú er um að gera að tryggja sér miða.
Um helgina var klukkutíma þáttur um Víking í norska sjónvarpinu á besta tíma.
Hann er á hraðri siglingu og metinn sem einn af fremstu ungu píanóleikurum í heimi.
Jafnvel í covid var hann eins og þeytispjald, ekki aðeins lofaður fyrir leik sinn, heldur er hann eftirsóttur í viðtöl út um allt vegna persónutöfra sinna og greindar.
Við hlökkum svo mikið til að það er næstum vandræðalegt. Sjáumst sem flest!
Miðasala á tix.is