Vesturbyggð stefnir Arnarlax

Sveitarfélagið Vesturbyggð hefur stefnt Arnarlax fyrir Héraðsdóm Vestfjarða og er stefnan á dagskrá dómstólsins 7. apríl. Vesturbyggð breytti hafnagjaldskránni í lok árs 2019 og hækkaði aflagjöld af eldisfisk.

Bæjarins besta innti Vesturbyggð eftir skýringum á stefnunni og samkvæmt því sem fram kemur hjá Rebekku Hilmarsdóttur, bæjarstjóra í aðsendri grein á bb.is telur Arnarlax hækkunina ólögmæta og hefur ekki greitt aflagjöldin samkvæmt breytingunni. Greinina má finna undir aðsendum greinum eða hér https://www.bb.is/?p=52735

DEILA