Vestfirðir: þungatakmörkunum aflýst

Vegagerðin aflétti í gær öllum þungatakmörkunum á Vestfjarðavegi (60), Barðastrandarvegi (62) og Bíldudalsvegi (63).

Tekið er þó fram að allar takmarkanir sem eru á Vestfjarðavegi (60) um Dynjandisheiði halda sér þó.