Vestfirðir: íbúum fjölgaði um 32 frá 1. des 2020

Frá Patreksfirði, Vatneyri. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Mest hlutfallsleg fjölgun á landinu var á Vestfjörðum eða um 0,5% eða um 32 íbúa á tímabilinu 1. desember 2020 til 1. mars 2021 eða á þriggja mánaða tímabili. Alls voru 7.131 manns með lögheimili á Vestfjörðum.

Lítilsháttar fækkun varð á Austurlandi og Norðurlandi vestra.  Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 0,4% eða um 879 íbúa. 

Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði íbúum á Seltjarnarnesi og Hafnarfirði. Á Seltjarnarnesi fækkaði um 0,7% á þessu þriggja mánaða tímabili og í Hafnafirði varð fækkunin 0,4% eða 125 manns. Mest varð fólksfjölgunin í Mosfellsbæ eða 1,3%.

Tímabilið einkennist af fækkun íbúa í mörgun sveitarfélögum. Þannig fækkaði í tveimru af fjórum sveitarfélögum á Suðurnesjum, í 10 af 15 sveitarfélögum á Suðurlandi, í þremur af fjórum sveitarfélögum á Austurlandi, 8 af 13 sveitarfélögum á Norðurlandi eystra, þremur af jö sveitarfélögum á Norurlandi vestra og í 5 af 10 sveitarfélögum á Vesturlandi. Á Vestfjörðum fækkaði í þremur sveitarfélögum af níu.

Samtals fækkaði fólki í 36 sveitarfélögum af 69 á landinu.

Fjölgunin á sunnanverðum Vestfjörðum

Fjölgunin á Vestfjörðum er fyrst og fremst á sunnanverðum Vestfjörðum. Í Vesturbyggð fjölgaði um 23 íbúa en fækkaði um 3 í Tálknafirði. Á norðanverðum Vestfjörðum fjölga’i um 8 íbúa og um 4 íbúa í Strandasýslu og Reykhólasveit.

DEILA