Vegurinn milli Ísafjarðar og Súðavíkur lokaður

Í tilkynningu frá lögreglunni núna á ellefta tímanum kemur fram að veginum um Súðavíkurhlið hefur verið lokað af öryggisástæðum.

En nú fyrir skömmu féll snjóflóð á veginn um Súðavíkurhlíð. Veðuraðstæður eru með þeim hætti að ekki er talið óhætt að opna veginn um sinn. Staðan verður metin af ofanflóðaeftirliti Veðurstofunnar, Vegagerðinni og lögreglunni þegar líður á daginn. En veðurspáin er ekki hagstæð.

Aðstæður til ferðalaga á Vestfjörðum eru slæmar og enn er beðið með mokstur yfir Dynjandisheiði, Steingrímsfjarðarheiði og Þröskulda.

Nánari upplýsingar um veður og færð má finna á vefsíðu Vegagerðarinnar og í upplýsingasíma hennar, 1777.

DEILA