Útbreiðsla grálúðu

Grálúða Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir

.

Nýlega kom út grein um útbreiðslu grálúðu á norðurhveli jarðar þar sem starfsmaður Hafrannsóknastofnunar, Bjarki Þór Elvarsson, er meðal höfunda.

Í greininni sem kom út í tímariti Alþjóða Hafrannsóknaráðsins er lýst hvernig kjörsvæði grálúðu er metið, byggt á mælingum á hitastigi og dýpi þar sem grálúðu hefur veiðst. Byggt á þessum niðurstöðum er mat frá hafstraumalíkani nýtt til þess spá fyrir um hugsanlega útbreiðslu tegundarinnar á norðurhveli jarðar.

Niðurstöður benda til þess að, á meðan fjöldi veiddra grálúða er lítill nær norðurskautinu, er líklegt að veiðar á tegundinni muni færast norðar yfir á svæði sem nú eru óaðgengileg sökum hafíss.

DEILA