Þungatakmörkunum aflétt

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að aflétt hafi verið frá kl 13 í gær, mánudag, þeim sérstöku þungatakmörkunum sem hafa verið í gildi á Vestfjarðavegi 60 frá Þingeyrarvegi 622 að Djúpvegi 61 Skutulsfirði, á Þingeyrarvegi 622, Flateyrarvegi 64, Súgandafjarðarvegi 65, sem og á Djúpvegi 61 frá Súðavík að Flugvallarvegi 631 Skutulsfirði.

Umferðartafir i Dýrafirði í dag

Þá er einnig gert viðvart um umferðatafir frá kl 08:00 þriðjudaginn 9. mars og fram eftir degi vegna vinnu við ræsi við bæinn Hvamm í Dýrafirði (622).