Teigsskógur: búið að semja við Hallsteinsnes

Samningar hafa tekist við eigendur jarðarinnar Hallsteinsness um kaup á landi undir nýja veginn skv Þ-H leið. Það sem um ræðir er land út í miðjan Djúpafjörð, leiðina inn að Djúpadal og leiðin inn Þorskafjörð að landi Grafar.

Þetta staðfestir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjori hjá Vegagerðinni.

Þá á aðeins eftir að ná samningum við eigendur jarðarinnar Gröf.

„Gröf hefur ekki svarað síðasta tilboði og hefur þeim verið send ítrekun. Ætlunin er að bjóða eigendum til fundar til að ræða málin en ef ekki næst árangur þá stefnir í eignarnám.“ segir í svari Vegagerðarinnar.